Um okkur

Við erum með frábæran hóp af fólki sem er að vinna hjá okkur
og samstarfið skilar sér í fjölbreyttum og góðum mat.

UM OKKUR

Klambrar Bistrø

Klambrar bistro er staðsett í einni af einstökustu byggingum íslenskrar byggingarlistar, Kjarvalsstöðum. Tengingin við náttúruna á Klambratúni og listsköpun Jóhannesar S. Kjarvals veitir okkur sterkan innblástur í eldhúsinu.

Það er dásamlegt að rölta um túnið eða fara í skoðunarferð um einhverja af þeim sýningum sem húsið býður upp á hverju sinni og ljúka ferðinni með máltíð á Klömbrum bistro.

Á sumrin bjóðum við upp á frábæra aðstöðu til að sitja úti og njóta sólarinnar eða kaupa nestispakka og setjast út í garðinn og á veturna er gott að sitja inni í hlýjunni og horfa út á Klambratúnið. Ekki er nauðsynlegt að kaupa aðgangsmiða á sýningar á Kjarvalsstöðum til að setjast niður njóta veitingastaðarins.

Veislur

Veisluþjónusta

Klambrar bistro annast alla veitingaþjónustu á Kjarvalsstöðum. Við höfum yfir 40 ára reynslu af veisluhöldum og getum boðið allt frá einföldum smáréttum í standandi boði yfir í margra rétta sitjandi borðhald. Ár hvert heldur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja árshátíðir, afmæli, brúðkaup, erfisdrykkjur, fundi og allt þar á milli á Kjarvalsstöðum.

Klambrar bistro býður upp á allar gerðir af veislum, stórum sem smáum, bæði til að halda á Kjarvalsstöðum og utan hennar.

 

Allir réttir veisluþjónustunnar eru útbúnir úr besta fáanlega hráefni. Við handveljum allt hráefni sem við getum ekki ræktað sjálf og leitumst að fremsta megni við að kaupa lífrænt ræktað hráefni beint frá sveitum landsins. Þannig getum við tryggt ferskleika og bragð í hæsta gæðaflokki.

Leitið tilboða í gegnum netfangið info@klambrarbistro.is og hægt er að fá meiri upplýsingar um veisluþjónustuna hér www.marentza.is

Um okkur

Marentza Poulsen

Marentza Poulsen er íslendingum löngum kunn fyrir störf sín í veitingageiranum. Hún hefur oft verið kölluð smurbrauðsdrottning Íslands og er þekktust fyrir að innleiða danskar matarhefðir, á borð við jólahlaðborð og smurbrauð í matarmenningu landsins Hún er fædd og uppalin í bænum Skopun á Sandey í Færeyjum hjá matelskandi foreldrum og fluttist á unglingsaldri með fjölskyldu sinni til Íslands. Þar hóf Marentza sinn starfsferil innan veitingageirans, fyrst á Hótel Sögu og síðar á Hótel Loftleiðum. Þegar hún var 18 ára gömul fór hún til Kaupmannahafnar og lærði hjá Idu Davidsen og þar varð smurbrauðsjómfrúin til. Marentza hefur því sterkar taugar til danskrar matarhefðar auk áhrifa frá móður sem kunni að nýta og gera dýrindis máltíðir úr því sem til féll á eyjunni.

Eftir að Marentza fluttist aftur heim til Íslands hefur hún meira og minna starfað við matargerð og veisluþjónustu auk námskeiðahalds því tengdu. Hún er löngum kunnug fyrir ástríðu sína fyrir smurbrauði og skandinavískri matarhefð og ber matseðillinn á Klömbrum bistro þess vitni.

Marenta hóf rekstur Flórunnar bistro í garðskála Grasagarðsins árið 1997 og hefur rekið hann síðan þá en tók nýverið við veitingarekstri á Kjarvalsstöðum.

Opnunartími

Mánudaga – Föstudaga
10:00 – 17:00pm

Laugardaga – Sunnudaga
10:00 – 17:00

Hafðu samband

Endilega sendið okkur skilaboð ef það eru einhverjar spurningar eða hringið í síma +354 4116425 fyrir frekari upplýsingar.